Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 22:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Daníel „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30