Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 22:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Daníel „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30