Síðasta atvinnuflugmannslendingin Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær. Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær.
Fréttir af flugi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira