Jóhann Jóhannsson í viðtali: „Gríðarlegur heiður“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 14:08 Jóhann er fimmti Íslendingurinn til að vera tilnefndur. „Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier. Golden Globes Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þetta er alveg gríðarlegur heiður og ofsalega gaman. Það er líka gaman að sjá hvað öll þessi vinna okkar við myndina er að fá mikla athygli og viðurkenningu, það er bara alveg frábært,“ segir Jóhann Jóhannsson sem rétt í þessu var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything. „Ég átti í rauninni átti alls ekki von á þessu og kemur allt mjög á óvart. Þetta eru alveg ótrúlegar fréttir,“ segir. Fréttastofa náði tali af Jóhanni en hann var staddur í Berlín þar sem hann býr. Jóhann, sem vann til Golden Globe verðlaunanna fyrr í vikunni segist ekki vera búinn að finna pláss fyrir þau verðlaun. „Nei, ég er nú ekki búinn að finna stað fyrir Golden Globe styttuna. Ég þarf að finna einhvern góðan stað í stofunni," segir hann hógvær. Jóhann segist ætla að undirbúa sig betur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. „Ég var ekki með tilbúna ræðu á Golden Globe, en ég hugsa nú að ég skrifi einhverja ræðu fyrir Óskarinn." Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 1992 fyrir Börn náttúrunnar í flokknum besta erlenda myndin. Rúnar Rúnarsson var tilnefndur fyrir stuttmyndina Síðasti bærinn, árið 2006. Björk Guðmundsdóttir og Sjón voru tilnefnd fyrir lagið I've seen it all úr Myrkradansaranum árið 2001. Meðhöfundur lagsins var Lars Von Trier.
Golden Globes Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira