Mennirnir eru taldir hafa fengið þjálfun hjá ISIS í Sýrlandi. Þá hafa fréttamenn CNN heimildir fyrir því að 120 til 180 hryðjuverkamenn séu tilbúnir til árása í Evrópu.
„Aðgerð lögreglunar kom í veg fyrir að hryðjuverkaárás ætti sér stað,“ hefur Guardian eftir Eric Van Der Sypt, háttsettum embættismanni í dómsmálakerfi Belgíu. „Það má segja að við höfum komist hjá svipuðu ástandi og í París.“
Lögreglan í Belgíu komst á snoðir um áætlanir mannanna eftir að hafa hlerað heimili þeirra, þegar þeir sneru heim frá Sýrlandi. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að ráðast á lögreglustöð í Belgíu
Samhliða aðgerðinni í Belgíu, réðust lögreglumenn inn í minnst tólf önnur hús í landinu. Þá voru tveir menn handteknir í Berlín, en þeir eru grunaðir um að reyna að laða fólk til að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. Lestarstöð í París var lokað eftir sprengjuhótun og lögreglan hefur handtekið tólf manns vegna árásanna í París, samkvæmt AFP fréttaveitunni.
Hér fyrir neðan má hjá símamyndband sem tekið var af aðgerð lögreglunnar í Belgíu í gær.