Handbolti

Ísland fær brasilíska dómara í kvöld

vísir/getty
Það verður væntanlega hart tekist á þegar Ísland og Svíþjóð mætast á HM í kvöld og það kemur í hlut dómara frá Brasilíu að hafa stjórn á hlutunum.

Félagarnir Menezez og Pinto frá Brasilíu munu halda utan um flauturnar í kvöld og vonandi ráða þeir við starfið.

Ef eitthvað kemur upp á og annar hvor þeirra meiðist þá er varadómaraparið frá Serbíu.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Aron: Getum allt á góðum degi

Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á HM í handbolta í Doha í Katar í kvöld. Aron Kristjánsson er tilbúinn með leikáætlun en segir að þó svo að leikurinn sé mikilvægur sé hann ekki endastöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×