Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 23:45 Vísir/AFP Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30