Spánverjar í vandræðum með Brasilíu | Gajic skoraði 15 mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2015 15:40 Antonio Garcia reynir skot að marki Brasilíu í dag. vísir/getty Heimsmeistarar Spánverja unnu torsóttan tveggja marka sigur, 27-29, á Brasilíu í A-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Spánn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið lagði Hvíta-Rússland að velli í gær. Brasilíumenn, sem töpuðu fyrir Katar í opnunarleik mótsins, héldu í við Spánverja í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14-15. Cesar Almeida, markvörður Brasilíu, var í miklu stuði í fyrri hálfleik og varði 13 skot, en botninn datt algjörlega úr sóknarleik Spánverja seinni hluta hálfleiksins. Brassarnir héldu áfram að þjarma að Spánverjum í seinni hálfleik og náðu loks að jafna í 18-18 þegar Felipe Ribero skoraði eftir hraðaupphlaup. Skömmu síðar komust Brasilíumenn yfir, 19-18, eftir annað hraðaupphlaupsmark frá Joao Silva. En um miðjan seinni hálfleik sprungu Brasilíumenn á limminu. Spánn breytti stöðunni úr 23-23 í 25-29 og heimsmeistararnir unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-29. Joan Canellas var markahæstur í liði Spánar með átta mörk, en Valero Rivera kom næstur með sjö. Þá átti José Manuel Sierra flottan leik í markinu en hann varði um 20 skot. Ribero og Guilherme de Toledo skoruðu fimm mörk hvor fyrir Brasilíu. Slóvenar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Hvíta-Rússlandi að velli í sama riðli. Slóvenar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 8-17, og þann mun náðu Hvít-Rússar aldrei að brúa. Lokatölur 29-34, Slóvenum í vil sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Spánverjar. Dragan Gajic, hornamaðurinn frábæri, skoraði 15 mörk fyrir Slóveníu en hann hefur farið mikinn í upphafi móts og skoraði níu mörk í sigrinum á Chile í gær. Maxim Babichev skoraði fimm mörk fyrir Hvít-Rússa sem eru enn án stiga.Gajic skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn Hvít-Rússum í dag.vísir/getty HM 2015 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Heimsmeistarar Spánverja unnu torsóttan tveggja marka sigur, 27-29, á Brasilíu í A-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Spánn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið lagði Hvíta-Rússland að velli í gær. Brasilíumenn, sem töpuðu fyrir Katar í opnunarleik mótsins, héldu í við Spánverja í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14-15. Cesar Almeida, markvörður Brasilíu, var í miklu stuði í fyrri hálfleik og varði 13 skot, en botninn datt algjörlega úr sóknarleik Spánverja seinni hluta hálfleiksins. Brassarnir héldu áfram að þjarma að Spánverjum í seinni hálfleik og náðu loks að jafna í 18-18 þegar Felipe Ribero skoraði eftir hraðaupphlaup. Skömmu síðar komust Brasilíumenn yfir, 19-18, eftir annað hraðaupphlaupsmark frá Joao Silva. En um miðjan seinni hálfleik sprungu Brasilíumenn á limminu. Spánn breytti stöðunni úr 23-23 í 25-29 og heimsmeistararnir unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-29. Joan Canellas var markahæstur í liði Spánar með átta mörk, en Valero Rivera kom næstur með sjö. Þá átti José Manuel Sierra flottan leik í markinu en hann varði um 20 skot. Ribero og Guilherme de Toledo skoruðu fimm mörk hvor fyrir Brasilíu. Slóvenar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Hvíta-Rússlandi að velli í sama riðli. Slóvenar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 8-17, og þann mun náðu Hvít-Rússar aldrei að brúa. Lokatölur 29-34, Slóvenum í vil sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Spánverjar. Dragan Gajic, hornamaðurinn frábæri, skoraði 15 mörk fyrir Slóveníu en hann hefur farið mikinn í upphafi móts og skoraði níu mörk í sigrinum á Chile í gær. Maxim Babichev skoraði fimm mörk fyrir Hvít-Rússa sem eru enn án stiga.Gajic skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn Hvít-Rússum í dag.vísir/getty
HM 2015 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni