Roggisch: Dagur kann að finna réttu orðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 10:00 Roggisch sló á létta strengi í viðtalinu við Vísi. Vísir/Eva Björk „Ertu frá Íslandi? Hvað segir kallinn? Það er það eina sem ég kann að segja á íslensku,“ segir Oliver Roggisch og brosir sínu breiðasta. Hann varð vitanlega við ósk Vísis um viðtal enda frábær stemning í kringum þýska liðið eftir góðan sigur þess á Póllandi á föstudaginn. Dagur Sigurðsson byrjar því vel með þýska landsliðið en Pólverjar eru með eitt sterkasta lið mótsins að margra mati, á meðan að væntingar í garð þýska liðsins hefur verið stillt í hóf. „Við vissum að þetta yrði mjög jafn leikur og það er alltaf sérstök stund þegar þessar þjóðir mætast, ekki síst þegar mið er tekið af því hvað gerðist í undankeppninni,“ sagði Roggisch og átti þar við leiki liðanna í júní þegar Pólverjar slógu Þjóðverja úr leik í undankeppni HM 2015.Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper En eins og frægt er orðið komst Þýskaland inn eftir að keppnisréttur Ástralíu var óvænt afturkallaður enda hlaut málið gríðarlega mikla umfjöllun á Íslandi. „Við erum ekki stoltir af því hvernig við fengum okkar keppnisrétt og viljum síður ræða mikið um það. En sigurinn á Póllandi kom okkur kannski ekki á óvart því við vitum að við erum með gott lið. En það var hins vegar ekki hægt að fara fram á sigur gegn þessu sterka pólska liði sem var sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn.“ „Við byrjuðum vel og vorum góðir í fyrri hálfleik. Strákarnir lentu svo í basli með brottvísanir í síðari hálfleik en mér fannst mest til þess koma hversu vel þeir héldu ró sinni þrátt fyrir mótlætið þá. Leikurinn var jafn en þetta unga lið gerði mjög vel í að halda sínum hlut og klára leikinn.“Roggisch og Dagur eftir blaðamannafund Þjóðverja í gær.Vísir/Eva BjörkLjóst er að það voru ekki gerðar miklar væntingar til þýska liðsins fyrir mótið enda hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska síðustu árin, með fáeinum undantekningum þó. „Það má endalaust ræða um hin og þessi markmið en við ætlum einfaldlega að spila okkar handbolta eins vel og við getum og sjá hvað við komumst langt á því. Dagur er frábær í því að leggja línurnar fyrir liðið og mér líkar vel við þetta íslenska og skandinavíska viðhorf sem hann hefur komið með inn í liðið. Dagur er ákveðinn og vill að strákarnir séu það líka.“ Dagur hafði orð á því að leikurinn við Rússa væri „50/50 leikur“ - að liðin ættu jafnan möguleika á sigri. Roggisch tók undir þau orð. „Þetta verður alls ekki skyldusigur fyrir okkur. Rússarnir hafa stórbætt sig frá síðustu árum og þetta verður ekki auðvelt.“Sjá einnig: Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans Roggisch segir að Dagur hafi fært þýska landsliðinu mikið á þeim mánuðum sem hann hefur þjálfað liðið. „Hann er með afslappað viðhorf sem hefur smitað frá sér. Hann gefur leikmönnunum aðeins meira frelsi á milli þess sem við æfum mjög vel. Það er vel tekið á því á æfingum og strákarnir fá að hvíla vel á milli.“ „Það vita allir að Dagur er frábær að undirbúa liðið og sinna teknískum undirbúningi en það er líka gaman að sjá hvernig hann ræðir við leikmenn. Hann er ekki í löngum ræðum heldur kemur því frá sér sem hann vill segja á 2-3 mínútum og það skilar sér til strákanna. Hann er svo líka naskur á að finna réttu orðin til að hvetja þá áfram og koma þeim í rétta gírinn fyrir leiki.“Roggisch var ávallt afar áberandi sem leikmaður og setti skemmtilegan svip á sín lið.Vísir/AFPRoggisch spilaði lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen og segir hann að það sé ekki mikill munur á þjálfurunum. „Báðir þekkja sín fræði afskaplega vel og ótrúlegt hversu margir góðir íslenskir þjálfarar eru í handboltanum, hvort sem er hjá landsliðunum eða í þýsku úrvalsdeildinni. Gummi er eldri og reyndari og talar því öðruvísi við leikmenn en Dagur sem ræðir við þá á sínum forsendum. Gummi er aðeins strangari en báðir eru þeir virkilega færir þjálfarar.“Sjá einnig: Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Roggisch, sem var fyrst og fremst mikið varnartröll á sínum síðari árum sem leikmaður, stendur nú fyrir utan völlinn og hann viðurkennir að það sé erfitt - að minnsta kosti svona fyrst um sinn. „Þetta er fyrsta mótið þar sem ég er ekki með sem leikmaður og ekki nóg með það þá sit ég ekki á bekknum núna heldur uppi í stúku. Þar hefur maður alls engin áhrif á leikinn sem er vissulega óvenjulegt fyrir mig. En ég verð að venjast nýju hlutverki eins og allir aðrir og finna mig í því.“ „En þetta er starf sem ég kann afskaplega vel við. Ég er enn nálægt leikmannahópnum og er að gera það sem mér finnst skemmtilegast.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Gensheimer: Dagur og Guðmundur báðir afar nákvæmir Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, lék lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sem hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í vor til þess að taka við danska landsliðinu í handbolta. 7. janúar 2015 08:15 Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur trú á þýska liðinu á HM í Katar og spáir því góðu gengi. 12. janúar 2015 17:00 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands telur sína alls ekki nógu góða til að ná alvöru árangri í Katar. 8. janúar 2015 21:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Ertu frá Íslandi? Hvað segir kallinn? Það er það eina sem ég kann að segja á íslensku,“ segir Oliver Roggisch og brosir sínu breiðasta. Hann varð vitanlega við ósk Vísis um viðtal enda frábær stemning í kringum þýska liðið eftir góðan sigur þess á Póllandi á föstudaginn. Dagur Sigurðsson byrjar því vel með þýska landsliðið en Pólverjar eru með eitt sterkasta lið mótsins að margra mati, á meðan að væntingar í garð þýska liðsins hefur verið stillt í hóf. „Við vissum að þetta yrði mjög jafn leikur og það er alltaf sérstök stund þegar þessar þjóðir mætast, ekki síst þegar mið er tekið af því hvað gerðist í undankeppninni,“ sagði Roggisch og átti þar við leiki liðanna í júní þegar Pólverjar slógu Þjóðverja úr leik í undankeppni HM 2015.Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper En eins og frægt er orðið komst Þýskaland inn eftir að keppnisréttur Ástralíu var óvænt afturkallaður enda hlaut málið gríðarlega mikla umfjöllun á Íslandi. „Við erum ekki stoltir af því hvernig við fengum okkar keppnisrétt og viljum síður ræða mikið um það. En sigurinn á Póllandi kom okkur kannski ekki á óvart því við vitum að við erum með gott lið. En það var hins vegar ekki hægt að fara fram á sigur gegn þessu sterka pólska liði sem var sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn.“ „Við byrjuðum vel og vorum góðir í fyrri hálfleik. Strákarnir lentu svo í basli með brottvísanir í síðari hálfleik en mér fannst mest til þess koma hversu vel þeir héldu ró sinni þrátt fyrir mótlætið þá. Leikurinn var jafn en þetta unga lið gerði mjög vel í að halda sínum hlut og klára leikinn.“Roggisch og Dagur eftir blaðamannafund Þjóðverja í gær.Vísir/Eva BjörkLjóst er að það voru ekki gerðar miklar væntingar til þýska liðsins fyrir mótið enda hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska síðustu árin, með fáeinum undantekningum þó. „Það má endalaust ræða um hin og þessi markmið en við ætlum einfaldlega að spila okkar handbolta eins vel og við getum og sjá hvað við komumst langt á því. Dagur er frábær í því að leggja línurnar fyrir liðið og mér líkar vel við þetta íslenska og skandinavíska viðhorf sem hann hefur komið með inn í liðið. Dagur er ákveðinn og vill að strákarnir séu það líka.“ Dagur hafði orð á því að leikurinn við Rússa væri „50/50 leikur“ - að liðin ættu jafnan möguleika á sigri. Roggisch tók undir þau orð. „Þetta verður alls ekki skyldusigur fyrir okkur. Rússarnir hafa stórbætt sig frá síðustu árum og þetta verður ekki auðvelt.“Sjá einnig: Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans Roggisch segir að Dagur hafi fært þýska landsliðinu mikið á þeim mánuðum sem hann hefur þjálfað liðið. „Hann er með afslappað viðhorf sem hefur smitað frá sér. Hann gefur leikmönnunum aðeins meira frelsi á milli þess sem við æfum mjög vel. Það er vel tekið á því á æfingum og strákarnir fá að hvíla vel á milli.“ „Það vita allir að Dagur er frábær að undirbúa liðið og sinna teknískum undirbúningi en það er líka gaman að sjá hvernig hann ræðir við leikmenn. Hann er ekki í löngum ræðum heldur kemur því frá sér sem hann vill segja á 2-3 mínútum og það skilar sér til strákanna. Hann er svo líka naskur á að finna réttu orðin til að hvetja þá áfram og koma þeim í rétta gírinn fyrir leiki.“Roggisch var ávallt afar áberandi sem leikmaður og setti skemmtilegan svip á sín lið.Vísir/AFPRoggisch spilaði lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen og segir hann að það sé ekki mikill munur á þjálfurunum. „Báðir þekkja sín fræði afskaplega vel og ótrúlegt hversu margir góðir íslenskir þjálfarar eru í handboltanum, hvort sem er hjá landsliðunum eða í þýsku úrvalsdeildinni. Gummi er eldri og reyndari og talar því öðruvísi við leikmenn en Dagur sem ræðir við þá á sínum forsendum. Gummi er aðeins strangari en báðir eru þeir virkilega færir þjálfarar.“Sjá einnig: Fyrirliði Þýskalands: Dagur komið með margar góðar breytingar Roggisch, sem var fyrst og fremst mikið varnartröll á sínum síðari árum sem leikmaður, stendur nú fyrir utan völlinn og hann viðurkennir að það sé erfitt - að minnsta kosti svona fyrst um sinn. „Þetta er fyrsta mótið þar sem ég er ekki með sem leikmaður og ekki nóg með það þá sit ég ekki á bekknum núna heldur uppi í stúku. Þar hefur maður alls engin áhrif á leikinn sem er vissulega óvenjulegt fyrir mig. En ég verð að venjast nýju hlutverki eins og allir aðrir og finna mig í því.“ „En þetta er starf sem ég kann afskaplega vel við. Ég er enn nálægt leikmannahópnum og er að gera það sem mér finnst skemmtilegast.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Gensheimer: Dagur og Guðmundur báðir afar nákvæmir Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, lék lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sem hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í vor til þess að taka við danska landsliðinu í handbolta. 7. janúar 2015 08:15 Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur trú á þýska liðinu á HM í Katar og spáir því góðu gengi. 12. janúar 2015 17:00 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands telur sína alls ekki nógu góða til að ná alvöru árangri í Katar. 8. janúar 2015 21:45 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Stefan Kretzschmar í viðtali við Vísi um Dag Sigurðsson, Aron Pálmarsson og möguleika Íslands á HM í Katar. 16. janúar 2015 14:00
Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45
Gensheimer: Dagur og Guðmundur báðir afar nákvæmir Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins í handbolta, lék lengi undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sem hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í vor til þess að taka við danska landsliðinu í handbolta. 7. janúar 2015 08:15
Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur trú á þýska liðinu á HM í Katar og spáir því góðu gengi. 12. janúar 2015 17:00
Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39
Hefur enga trú á lærisveinum Dags á HM Fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands telur sína alls ekki nógu góða til að ná alvöru árangri í Katar. 8. janúar 2015 21:45