Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik.
Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari, en í stöðunni 14-14 kom frábær kafli hjá Austurríkismönnum. Þeir skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 19-14.
Austurríki náði mest sex marka forskoti, 22-16, þegar rúmar sjö mínútur lifðu leiks og það bil náðu Bosníumenn ekki að brúa þrátt fyrir ágæta viðleitni.
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Austurríki í höfn en liðið er nú í 3. sæti B-riðils með tvö stig líkt og Bosnía sem vann Íran í gær með fimm marka mun, 30-25. Makedónía og Króatía eru í tveimur efstu sætum riðilsins en þau hafa unnið báða leiki sína í mótinu til þessa.
Viktor Szilagyi og Raul Santos voru markahæstir í liði Austurríkis í kvöld með fjögur mörk hvor.
Dejan Malinovic skoraði mest fyrir Bosníu eða sex mörk.
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum

Tengdar fréttir

Katar, Króatía og Makedónía með fullt hús á HM
Fimm leikjum er lokið á HM í Katar í dag.

Spánverjar í vandræðum með Brasilíu | Gajic skoraði 15 mörk
Tveimur leikjum er lokið á HM í Katar í dag.