Aron Kristjánsson: Færanýtingin var að drepa okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 18:36 Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, segir að mikilvægast í leiknum gegn Alsír í kvöld hafi verið að halda rónni þrátt fyrir mótlætið í fyrri hálfleik. Alsíringar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og leiddu í hálfleik með einu marki, 13-12. Strákarnir tóku þó völdin snemma í þeim síðari og lönduðu góðum sigri. „Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld þrátt fyrir að okkur hafi tekist að spila okkur í dauðafæri í nánast hverri sókn. Það var því ótrúlegt að hafa lent 6-0 undir og markvörðurinn þeirra var að verja ótrúlega,“ sagði Aron en viðtalið má heyra allt hér efst í fréttinni. „Við héldum þó rónni enda var spilið okkar að virka. Þeir voru oft að spila lengi þegar við náðum að stilla upp í vörn svo að þetta snerist í raun ekki um að annað en að vera ekki að örvænta - taka bara eina sókn í einu og eina vörn í einu. Okkur tókst að jafna undir lok hálfleiksins og kláruðum þetta svo í þeim seinni.“ Hann segir að það sem hafi helst breyst hjá íslenska liðinu í síðari hálfleik hafi verið að strákarnir fóru loks að nýta færin sín betur. „Það var að drepa okkur í fyrri hálfleik. Við vorum að spila okkur í færi allan leikinn, líka í byrjuninni. Við héldum áfram að spila inn á þeirra veikleika og það virkaði vel.“ „Við töluðum mikið um að halda einbeitingunni - skora eitt mark í einu og það skilaði sér í dag.“ Loks þegar sóknarleikur Íslands fór loksins að ganga upp datt vörn og markvarsla aðeins niður hjá strákunum. „Mér fannst þeir ná að slíta okkur aðeins í sundur. Við fengum líka nokkrar brottvísanir en mér fannst Aron Rafn koma ágætlega inn í þetta í lokin og verja nokkra góða bolta.“ Frakkar verða næstu andstæðingar Íslands og Aron á vitanlega von á erfiðum leik gegn Evrópumeisturunum. „Frakkar eru auðvitað með frábært lið og þetta verður erfiður leikur. En þetta snýst um okkur - að vinna í okkar málum og halda áfram að bæta okkar leik. Við þurfum að spila vel gegn Frökkum og við skulum sjá hvort að það nægi okkur ekki til sigurs.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01 Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17 Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17 Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Alsír 32-24 | Sigur þrátt fyrir erfiða fæðingu Hörmuleg byrjun strákanna okkar gegn Alsír varð þeim sem betur fer ekki að falli. 18. janúar 2015 00:01
Snorri Steinn: Fór aðeins um mig "Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn. 18. janúar 2015 18:17
Aron: Hafði aldrei áhyggjur Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta. 18. janúar 2015 18:17
Björgvin: Þessi byrjun var bara djók Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir leik kvöldsins enda fyrstu punktarnir komnir í hús á HM í Katar. 18. janúar 2015 18:03