Aðspurður hvort hann sé stuðningsmaður Íslands númer eitt segir Einar: „Stelpurnar segja að ég sé númer þrjú, þær vilja meina að ég kalli ekki orðið nóg. Þær vilja vera númer eitt og tvö.“
Valtýr spurði feðginin einnig um uppáhalds leikmenn þeirra í landsliðinu. Einar sagði varnarjaxlana vera sína menn, en Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í uppáhaldi hjá Guðlaugu. Margrét heldur heldur hins vegar mest upp á Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en óhætt er að mæla með lokakafla þess.