Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira