Keflavík er komið í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld, 87-52.
Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 27-25, en annan leikhlutann unnu heimakonur með átta stigum og eftir það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda.
Gestirnir skoruðu aðeins fjórtán stig í seinni hálfleik; fimm stig í þriðja leikhluta og níu stig í fjórða og síðasta leikhlutanum.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 23 stig auk þess sem hún tók níu fráköst, en Carmen Tyson-Thomas skoraði 20 stig og tók tólf fráköst.
Snæfell, Grindavík, Keflavík og Njarðvík leika til undanúrslita í bikarnum þetta árið.
Keflavík-Breiðablik 87-52 (27-25, 21-13, 23-5, 16-9)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 23/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 20/12 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 10, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Bryndís Guðmundsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Elfa Falsdottir 2.
Breiðablik: Arielle Wideman 13/10 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/6 fráköst/5 varin skot, Berglind Karen Ingvarsdóttir 7/5 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 7, Aníta Rún Árnadóttir 7, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Elín Kara Karlsdóttir 2.
Sara Rún stigahæst er Keflavík fór auðveldlega í undanúrslitin
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn