Frakkar hættir með hátekjuskatt Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 13:24 Emmanuel Macron, Gerard Depardieu og Francois Hollande. Vísir/AFP Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun í gær um að endurnýja ekki 75 prósenta hátekjuskatt sem lagður var á árið 2012. Skatturinn aflaði ríkinu ekki nægilegar tekjur og einstaklingar með háar tekjur höfðu flúið land vegna hans. 75 prósent skattur var lagður á allar árstekjur sem fara yfir eina milljón evra. Alls aflaði skatturinn rúmum 505 milljónum dala (64,6 milljarðar króna) á síðustu tveimur árum, sem samsvarar einungis hálfu prósenti af fjárhagshalla franska ríkisins. Á vef Business Insider segir að ríkisstjórnin ætli að fara leið sem sé „vingjarnlegri“ viðskiptaheiminum. Það vakti mikla athygli þegar leikarinn Gerard Depardieu afsalaði ríkisborgararétti sínum í Frakklandi og flutti til Rússlands vegna skattanna. Skatturinn var eitt af stærstu kosningamálum Francois Hollande, forseta Frakklands, árið 2012. Hann gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í fyrra og fékk Emmanuel Macron, sem er einungis 37 ára gamall og hefur starfað sem fjárfestir hjá Rothschild og Cie Banque bankanum. Sá hafði lýst hátekjuskattinum sem: „Kúba, án sólarinnar.“ Efnahagur Frakklands þykir vera í vandræðum en á fyrri helmingi þessa árs er spáð 0,3 prósenta hagvexti og atvinnuleysi mældist 10,4 prósent í byrjun desember.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira