Jón Arnór búinn að enda í öllum sætum nema þremur á topp tíu

Jón Arnór var nú í níunda skipti í hópi tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en hafði aldrei endað ofar en í fjórða sæti.
Jón Arnór hefur nú endaði í sjö af tíu efstu sætunum í kjörinu eða öllum sætum nema sæti 2, 3 og 9.
Hann komst fyrst í hóp tíu efstu árið 2002 þegar hann endaði í sjöunda sæti. Síðan þá hefur hann verið á öllum topp tíu listum nema árin 2006 og 2010 til 2012.
Jón Arnór endaði í 4. sæti í kjörinu fyrir ári síðan en það var í þriðja sinn á ferlinum sem hann var einu sæti frá því að vera meðal þriggja efstu.
Jón Arnór Stefánsson á topp tíu í kjöri á Íþróttamanni ársins
1. sæti - 1 sinni (2014)
2. sæti - Aldrei
3. sæti - Aldrei
4. sæti - 3 sinnum (2005, 2007, 2013)
5. sæti - 1 sinni (2003)
6. sæti - 1 sinni (2009)
7. sæti - 1 sinni (2002)
8. sæti - 1 sinni (2004)
9. sæti - Aldrei
10. sæti - sinni (2008)
Tengdar fréttir

Karlalandslið Íslands í körfubolta valið lið ársins
Karlalandslið Íslands í körfubolta var kjörið lið ársins í kvöld en þetta kom í ljós á kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014.

Ásgeir og Pétur teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson og körfuboltamaðurinn Pétur Guðmundsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ og eru nú alls níu íþróttamenn komnir inn í Heiðurshöll ÍSÍ sem var stofnuð í tilefni hundrað ára afmælis ÍSÍ árið 2012.

Jón Arnór Stefánsson er Íþróttamaður ársins 2014
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2014 en fékk flest atvæði í árlegu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna.

30 íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu í ár - stigin og sætin
Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár.

Mamma Jóns Arnórs dansaði af gleði á sviðinu - myndir frá kvöldinu
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun. Körfuboltamaður hafði ekki verið kosinn Íþróttamaður ársins í heil 48 ár.

Fyrstu bræðurnir í hópi Íþróttamanna ársins
Jón Arnór Stefánsson fylgdi í fótspor bróður síns Ólafs Stefánssonar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins í kvöld en Jón Arnór varð efstur í í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014.

Jón Arnór: Er betri manneskja í dag
Jón Arnór segist stoltur yfir því að vera kosinn íþróttamaður ársins.