Innlent

Hálka um land allt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Hálka er um land allt og má búast við að það verði flughált víða þegar líður á daginn og kvöldið þegar það hlánar og bleytir í klaka og þjöppuðum snjó. Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og greiðfært í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Suðurlandi. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu en greiðfært á Reykjanesbraut en víða er greiðfært á Suðurnesjum.

Hálka eða snjóþekja með snjókomu er nánast á öllum vegum á Vesturlandi en ófært vegna snjóa á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er víða hálka og snjóþekja. Ófært er á Mikladal, Hálfdáni, Kleifaheiði og Klettshálsi vegna snjóa en snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Á Norðurlandi er víðast hvar nokkur hálka eða hálkublettir.

Á Norðausturlandi er víða hálka.

Hálka er einnig á velflestum vegum á Austur- og Suðausturlandi. Flughálka er frá Vík að Gígjukvísl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×