Innlent

Veðurstofan varar við stormi

Birgir Olgeirsson skrifar
Gera má ráð fyrir suðvestan stormi sunnantil á landinu um tíma í kvöld.
Gera má ráð fyrir suðvestan stormi sunnantil á landinu um tíma í kvöld. vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna suðvestan storms sunnantil á landinu um tíma í kvöld, en norðan undir miðnætti. Eins má búast við suðaustan stormi um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld.

Á morgun er gert ráð fyrir suðlægri átt á höfuðborgarsvæðinu, 5 til 10 metrar á sekúndu, og úrkomulítið en vaxandi suðaustanátt síðdegis, 15 til 20 metrar á sekúndu, og slydda en síðar rigning annað kvöld. Hiti í kringum frostmark en fer hlýnandi seint á morgun.

Á landinu er gert ráð fyrir suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu í nótt og á morgun og dálítil él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Suðaustan 15-23 annað kvöld með slyddu og síðar rigningu. Hiti kringum frostmark, en hlýnar annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×