„Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld.
„Við höfum náð fáum æfingum og mér leið einfaldlega betur í kvöld. Þetta var aðallega hugarfarið í gær og mér leið ekkert sérstaklega vel yfir þessu. Ég var afslappaðari í kvöld og lét leikinn koma til mín. Það var betra flæði í þessu.
„Þetta er skref hjá okkur. Þetta var betra í dag en í gær og vonandi verður þetta svona hjá okkur þangað til við komum til Katar,“ sagði Sigurbergur sem átti frábæra innkomu undir lokin á leiknum eftir stutta hvíld.
„Það var gott að fá að pústa aðeins og koma aftur inn á. Ég náði að setjast á bekkinn og núllstilla þetta aðeins. Svo fékk ég góð færi. Lexi (Alexander Petersson) dregur mikið til sín.
„Það er mikilvægt að geta nýtt breiddina og sérstaklega á svona móti eins og við erum að fara á. Það eru margir leikir á skömmum tíma og eins og handbolti er í dag þá ertu ekkert að fara að spila þetta á sjö, átta mönnum. Það er alveg á hreinu,“ sagði Sigurbergur.
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn