Handbolti

Alexander: Ég varð reiður í dag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alexander Petersson skoraði fimm reið mörk.
Alexander Petersson skoraði fimm reið mörk. vísir/ernir
„Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld.

„Ég má ekki gera of mikið. Ég þarf að passa mig aðeins á æfingum og skjóta ekki of mikið í leikjum en maður verður samt að skjóta til að skora.

„Ég varð reiður í dag. Liðsfélagi í Þýskalandi fór í öxlina. Maður getur tapað titli í Þýskalandi á þessu,“ sagði Alexander sem lét Stefan Kneer heyra það þegar Kneer braut á Alexander seint í leiknum.

„Þetta var mikið betra en í gær. Við misstum ekki hausinn eins og í gær. Markvarslan var betri í seinni hálfleik og hann varði ekki eins mikið hjá þeim. Það gaf okkur líka meira sjálfstraust.

„Við spiluðum 6/0 vörnina allan leikinn í kvöld. Sverre (Jakobsson) kom sterkur inn. Það er gott að nota hann þó hann spili ekki alla leikina. Hann getur hjálpað okkur. Hann er duglegur strákur sem gefur allt í síðasta ævintýrið,“ sagði Alexander.


Tengdar fréttir

Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld

"Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×