Íslenska landsliðið í handknattleik heldur utan á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir HM fer fram í Svíþjóð og Danmörku.
Þrír leikir á þrem dögum gegn Dönum, Svíum og Slóvenum. Liðið fer svo til Kaupmannahafnar og verður þar í sólarhring áður en flogið verður til Doha í Katar. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun taka allan 20 manna æfingahópinn til Danmerkur á morgun en líklegt er að hann muni byrja að skera niður í hópnum strax eftir fyrsta leik á föstudag.
Landsliðsþjálfarinn má vera með 16 manna hóp á HM en líklegt er talið að hann taki samt 17 leikmenn með út. Skipta má tvisvar um leikmann á mótinu og er þægilegra að hafa mann á staðnum ef eitthvað kemur upp í stað þess að viðkomandi þurfi að fljúga um langan veg.
Landsliðið er með opna æfingu fyrir fjölmiðlamenn í hádeginu og mun Vísir flytja fréttir af æfingunni síðar í dag.
Aron byrjar að skera niður um helgina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn