Erlent

Skopmyndateiknarar bregðast við morðunum í París

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gríðarleg sorg ríkir um heim allan og hafa helstu þjóðarleiðtogar heims fordæmt árásina.
Gríðarleg sorg ríkir um heim allan og hafa helstu þjóðarleiðtogar heims fordæmt árásina.
Sorg ríkir um heim allan eftir að tólf menn voru skotnir til bana í París í dag. Skotárásin var gerð í kjölfar skopmyndateikninga sem birtust í franska satírutímaritinu Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Fimm starfsmenn blaðsins voru á meðal hinna látnu, ritstjóri þess og fjórir teiknarar.

Þúsundir Parísarbúa hafa safnast saman til að sýna fórnarlömbum og aðstandendum samhug og samstöðu en á sama tíma er gríðarlega mikill viðbúnaður í miðborginni og víðar. Talið er að árásarmennirnir hafi verið þrír og ganga þeir enn lausir en samkvæmt nýjustu fregnum grunar lögreglu hverjir stóðu þarna að verki. 

Skopteiknarar um heim allan hafa lýst yfir sorg sinni og hafa fjölmargir birt teikningar sínar á Twitter. Nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.

Eftir ástralska teiknarann David Pope. Eftir Carlos Latuff frá Brasilíu. Eftir Ann Tenaes, teiknara hjá Washington Post. Fyrirsögnin þýðir: Ást er sterkari en hatur. Khalid Albaih er frá Súdan en býr og starfar í Katar. Franski bloggarinn Cyprien lov. Frakkinn Maumont teiknaði þessa mynd. Eftir indverska teiknarann Satish Acharya Eftir Argentínumanninn Bernardo Elrigh. Textinn þýðir: Heimurinn er orðinn svo alvarlegur að húmor er orðin áhættusöm starfsgrein. Eftir Þjóðverjann Joep Bertrams Skopmyndateiknarinn Plantu teiknaði þessa mynd og skrifar: Hjörtu okkar allra eru hjá Charlie Hebdo. Neelabh Banerjee teiknaði þessa mynd. Þessa mynd teiknaði Nate Beeler árið 2010 'Grípið vopnin, félagar,“ skrifar Francisco J. Olea. 'Án frelsis fjölmiðla er ekkert frelsi,' segir Tomi Ungerer. 'Dóu vegna tjáningarfrelsis“ 'Hræðilegur dagur fyrir alla teiknara,“ skrifar Magnus Shaw við færsluna sína. Vefmiðillinn BuzzFeed birti þessa teikningu í kjölfar árásarinnar. 'Til hinna hugrökku teiknara. Við stöndum með ykkur.“

Tengdar fréttir

Árásarmennirnir sagðir vel þjálfaðir

Sérfræðingar segja mennina þrjá sem réðust á skrifstofur háðtímaritsins Charlie Hebdo vera vel þjálfaða og að árásin hafi verið vel skipulögð.

„Allir eru í áfalli“

Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×