Á meðal hinna látnu voru ritstjóri blaðsins, þekktir skopmyndateiknarar og tveir lögreglumenn.
- Stephane Charbonnier, 47 ára skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo. Charbonnier var betur þekktur sem „Charb“ og naut lögregluverndar eftir að hafa borist líflátshótanir.
- Skopmyndateiknararnir Jean „Cabu“ Cabut, 76 ára, Bernard „Tignous“ Verlhac, 57 ára, Georges Wolinski, 80 ára, og Philippe Honore, 73 ára.
- Bernard Maris, 68 ára hagfræðingur, sem skrifaði reglulega pistla í blaðið. Lesendur þekktu hann undir nafninu „Bernand frændi“.
- Mustapha Ourrad, prófarkalesari.
- Elsa Cayat, sálgreinir og pistlahöfundur.
- Michel Renaud, gestur frá borginni Clermont-Ferrand.
- Frederic Boisseau, 42 ára húsvörður, sem var í móttökurými blaðsins þegar árásin var gerð.
- Lögreglumennirnir Franck Brinsolaro, lífvörður ritstjórans Charb, og Ahmed Merabet, 42 ára, sem var skotinn af stuttu færi þegar hann lá á óvígur á stéttinni fyrir utan bygginguna.