Önnur gíslataka í austurhluta París Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 12:35 Mynd af matvöruversluninni. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. Staðfest er að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk minnst fjögurra gísla. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í útsendingum frá staðnum.Skaut lögreglukonu í gærTveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina en fjórir gíslar létust í umsátrinu, sem var í austurhluta Parísar. Staðfest er að maðurinn sé sá hinn sami og drap lögreglukonuna Clarissa Jean-Philippe, 26 ára, í suðurhluta Parísar í gær. Franskir fjölmiðlar greina frá því að gíslatökumaðurinn hafi krafist þess að Kouachi-bræðrunum verði sleppt en þeir hafa verið umkringdir af lögreglu í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París. Matvöruverslunin er á Rue Albert Willemetz, hliðargötu nærri gatnamótum Porte de Vincennes og Boulevard de la Peripherique. Matvöruverslunin nefnist Hyper Cacher og er á jarðhæð í grárri byggingu, nærri bensínstöð og veitingastað.Vopnaður Kalashnikov-rifflumUm hádegi í dag réðist þungvopnaður maður, sem samkvæmt upplýsingum lögreglu er Amedy Coulibaly, inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísarborgar. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Það eru samskonar byssur og notaðar voru í hryðjuverkaárásinni sem gerð var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Coulibaly á að hafa sagt við lögreglumann á vettvangi: „Þú veist hver ég er.“ Birta myndir af grunuðumFranska lögreglan birto myndir af Coulibaly, sem 32 ára karlmaður, og Hayat Boumeddiene, sem er 26 ára kona. Boumeddiene var ekki stödd í versluninni með Coulibaly en lögreglan hefur lýst eftir henni vegna skotárásar í gær þar sem 26 ára lögreglukona lét lífið. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Coulibaly kemur frá Juvisy-sur-Orge, smábæ 18 kílómetrum suðaustur af París. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands. Boumeddiene hefur verið kærasta Coulibaly frá árinu 2010 og bjó í íbúð hans á meðan hann afplánaði fangelsisdóm. Skothvellir heyrðust úr versluninni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum stóð skothríð í um 20 sekúndur. Lögregla sendi hluta lögregluliðsins frá Dammartin-de-Goële til Porte de Vincennes.Svæðinu lokaðHringvegurinn í kringum borgina var lokaður að hluta í báðar áttir og var nær ómögulegt að fara inn og út úr höfuðborginni í grennd við gíslatökuna. Fjölmiðillinn RTL líkti ástandinu við það sem var í New York borg þann 11. september 2001. Eiffelturnin og svæðið þar í kring var rýmt fyrr í dag en staðfest hefur verið að hótun hafi borist um árás á svæðið. Innanríkisráðuneytið segir að um gabb hafi verið að ræða. Nemendur í nálægum skólum var haldið inni í skólastofum sínum. Þeim fyrirmælum var beint til foreldra að sækja ekki börnin sín. Svæðinu var lokað af, þar á meðal neðanjarðarlestarstöðvum. Þá var sporvagnaumferð stöðvuð í grennd við staðinn. Francois Hollande Frakklandsforseti fylgdist með aðgerðunum tveimur úr aðgerðarstöð í forsetahöllinni. Fundaði með SarkozyCoulibaly var í viðtali við Le Parisien í júlímánuði árið 2009 þar sem til stóð að hann myndi hitta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Coulibaly vann þá í verksmiðju Coca Cola í Grande-Borne í Grigny, úthverfi Parísarborgar. Fundur þeirra Sarkozy var í tengslum við herferð Frakklandsstjórnar að styðja við bakið á fyrirtækjum sem unnu skipulega að því að ráða ungt fólk í vinnu. „Ég er mjög ánægður. Ég veit ekki hvað ég mun segja við hann. Ég býst við að byrja á að segja „halló“. Vonandi getur forsetinn bjargað mér um vinnu.“ Í framhaldinu sagði Coulibaly að fólk frá Grigny fengi ekki oft tækifæri til að fara í forsetahöllina. „Auk þess þá er Sarkozy ekkert sérlega vinsæll meðal ungs fólks, en það er ekkert persónulegt. Hið sama á við um flesta stjórnmálamenn. Það verður engu að síður flott að hitta hann. Hann er jú forsetinn, sama hvort fólki líki við hann eða ekki.“ Í viðtalinu kemur jafnframt fram að Coulibaly á níu systur. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. Staðfest er að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk minnst fjögurra gísla. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í útsendingum frá staðnum.Skaut lögreglukonu í gærTveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina en fjórir gíslar létust í umsátrinu, sem var í austurhluta Parísar. Staðfest er að maðurinn sé sá hinn sami og drap lögreglukonuna Clarissa Jean-Philippe, 26 ára, í suðurhluta Parísar í gær. Franskir fjölmiðlar greina frá því að gíslatökumaðurinn hafi krafist þess að Kouachi-bræðrunum verði sleppt en þeir hafa verið umkringdir af lögreglu í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París. Matvöruverslunin er á Rue Albert Willemetz, hliðargötu nærri gatnamótum Porte de Vincennes og Boulevard de la Peripherique. Matvöruverslunin nefnist Hyper Cacher og er á jarðhæð í grárri byggingu, nærri bensínstöð og veitingastað.Vopnaður Kalashnikov-rifflumUm hádegi í dag réðist þungvopnaður maður, sem samkvæmt upplýsingum lögreglu er Amedy Coulibaly, inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísarborgar. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Það eru samskonar byssur og notaðar voru í hryðjuverkaárásinni sem gerð var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Coulibaly á að hafa sagt við lögreglumann á vettvangi: „Þú veist hver ég er.“ Birta myndir af grunuðumFranska lögreglan birto myndir af Coulibaly, sem 32 ára karlmaður, og Hayat Boumeddiene, sem er 26 ára kona. Boumeddiene var ekki stödd í versluninni með Coulibaly en lögreglan hefur lýst eftir henni vegna skotárásar í gær þar sem 26 ára lögreglukona lét lífið. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Coulibaly kemur frá Juvisy-sur-Orge, smábæ 18 kílómetrum suðaustur af París. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands. Boumeddiene hefur verið kærasta Coulibaly frá árinu 2010 og bjó í íbúð hans á meðan hann afplánaði fangelsisdóm. Skothvellir heyrðust úr versluninni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum stóð skothríð í um 20 sekúndur. Lögregla sendi hluta lögregluliðsins frá Dammartin-de-Goële til Porte de Vincennes.Svæðinu lokaðHringvegurinn í kringum borgina var lokaður að hluta í báðar áttir og var nær ómögulegt að fara inn og út úr höfuðborginni í grennd við gíslatökuna. Fjölmiðillinn RTL líkti ástandinu við það sem var í New York borg þann 11. september 2001. Eiffelturnin og svæðið þar í kring var rýmt fyrr í dag en staðfest hefur verið að hótun hafi borist um árás á svæðið. Innanríkisráðuneytið segir að um gabb hafi verið að ræða. Nemendur í nálægum skólum var haldið inni í skólastofum sínum. Þeim fyrirmælum var beint til foreldra að sækja ekki börnin sín. Svæðinu var lokað af, þar á meðal neðanjarðarlestarstöðvum. Þá var sporvagnaumferð stöðvuð í grennd við staðinn. Francois Hollande Frakklandsforseti fylgdist með aðgerðunum tveimur úr aðgerðarstöð í forsetahöllinni. Fundaði með SarkozyCoulibaly var í viðtali við Le Parisien í júlímánuði árið 2009 þar sem til stóð að hann myndi hitta Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Coulibaly vann þá í verksmiðju Coca Cola í Grande-Borne í Grigny, úthverfi Parísarborgar. Fundur þeirra Sarkozy var í tengslum við herferð Frakklandsstjórnar að styðja við bakið á fyrirtækjum sem unnu skipulega að því að ráða ungt fólk í vinnu. „Ég er mjög ánægður. Ég veit ekki hvað ég mun segja við hann. Ég býst við að byrja á að segja „halló“. Vonandi getur forsetinn bjargað mér um vinnu.“ Í framhaldinu sagði Coulibaly að fólk frá Grigny fengi ekki oft tækifæri til að fara í forsetahöllina. „Auk þess þá er Sarkozy ekkert sérlega vinsæll meðal ungs fólks, en það er ekkert persónulegt. Hið sama á við um flesta stjórnmálamenn. Það verður engu að síður flott að hitta hann. Hann er jú forsetinn, sama hvort fólki líki við hann eða ekki.“ Í viðtalinu kemur jafnframt fram að Coulibaly á níu systur.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54