Stanslaust sírenuvæl í hverfinu í allan dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2015 17:15 Brynhildur Jónsdóttir-Givelet segir að atburðir siðustu daga hafi haft áhrif á daglegt líf Parísarbúa, þvert á vilja þeirra. Vísir „Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
„Ég var einmitt að taka eftir því að sírenuvælið var að dvína en það er búið að vera stanslaust í allan dag,“ segir Brynhildur Jónsdóttir-Givelet sem býr í 12. hverfi Parísar. Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í matvörubúð í hverfinu í dag og réðst lögregla til atlögu þar um klukkan 16 í dag. Að minnsta kosti fjórir gíslanna eru látnir, auk gíslatökumannsins. „Þegar þetta byrjaði allt um hálftvö þá dreif ég mig út að sækja son minn í skólann. Hann er ekki í skóla í hverfinu heldur niðri í Le Marais sem er gmala gyðingahverfið. Þar er búin að vera gríðarlega mikil öryggisgæsla síðan á miðvikudaginn. Sonur minn er í gagnfræðaskóla, hann er að verða 12 ára, en maður sér að fólk er að fylgja börnunum og sækja þau í skólann,“ segir Brynhildur. Hún og fjölskylda hennar búa ekki alveg við þar sem gíslatakan var í dag enda er 12. hverfi gríðarstórt: „Við gátum því verið frjáls hér í okkar hluta hverfisins en því var lokað aðeins austar og fólki ráðlagt að halda sig innandyra. Börnum var meðal annars ekki hleypt heim úr skólanum og var fólki bannað að koma inn í hverfið eða því ráðlagt að halda sig innandyra,“ segir Brynhildur. Aðspurð um hvernig andrúmsloftið hefur verið í París seinustu daga segir Brynhildur: „Þetta hefur verið voðalega skrýtið. Fólk er á því að það vilji halda áfram sínu daglega lífi en á sama tíma sér maður að fólki er órótt. Í dag virtist þetta ekki vera neitt skipulagt hjá þessum mönnum og maður vissi ekki hvað þeim dytti í hug að gera næst.“ Hún segir að þó að fólk hafi ekki viljað láta hryðjuverkamennina komast upp með að setja líf sitt á annan endann þá hafi atburðir seinustu daga engu að síður haft áhrif á daglegt líf. Nokkrum metróstöðvum hafi meðal annars verið lokað og þá standi vopnaður vörður við hlið vagnstjóra í strætisvögnum borgarinnar.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Önnur gíslataka í austurhluta París Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið. 9. janúar 2015 12:35