Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron 31. desember 2014 08:00 Fyrirliðinn Guðjón Valur á æfingu landsliðsins í gær. fréttablaðið/Valli „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55
Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05