Ekki ætlaðar börnum Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 11:30 Kjartan þykir hönnunin á VHS-kápunum skemmtileg. vísir/vilhelm „Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira