Þú ert söguhetjan Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 22. desember 2014 12:00 Þín eigin þjóðsaga Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri. Gagnrýni Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bækur: Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Mál og menning Sögur enda ekki allar vel, stundum fer allt á versta veg. Þá er mikill lúxus að geta byrjað upp á nýtt á sögunni, tekið aðra ákvörðun og séð hvort leysist úr málunum. Þín eigin þjóðsaga er eiginlega ekki ein saga heldur margar smásögur, þar sem lesandinn er söguhetjan og tekur ákvörðun í lok hvers kafla um framgang mála. Þannig býður bókin upp á að vera lesin aftur og aftur og á ólíka vegu. Ævar Þór Benediktsson er flestum börnum kunnugur í hlutverki sínu sem Ævar vísindamaður. Og þótt bókin eigi kannski lítið skylt við vísindi þá er hún engu að síður nokkuð tilraunakennd og býður lesendum sínum að gera eigin tilraunir með söguþráðinn. Já, þetta eru eiginlega margar smásögur, þar sem lesandinn fær samt á tilfinninguna að hann stjórni ferðinni algjörlega. Höfundur sækir innblástur í þjóðsagnaarf Íslendinga sem og söguna. Ýmsir karakterar verða á vegi lesandans, gömlu jólasveinarnir, Sæmundur fróði, Jón Árnason, Grimms-bræður og Lagarfljótsormurinn, svo dæmi séu tekin. Þannig er bókin fræðandi og til að auka enn á fræðslugildið laumar höfundur ýmsum orðskýringum í textann. Sem er vel.Ævar Þór Benediktsson „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun,“ segir Halla Þórlaug.Vísir/ValliBókin er skrifuð í annarri persónu, lesandinn er ávarpaður og settur inn í söguna. Hann er aðalsöguhetjan. Aðalsöguhetjan er þannig skrifuð nokkurn veginn persónuleikalaus. Hugmyndin er væntanlega sú að hafa hetjuna hlutlausa svo lesandinn geti fært eigin persónuleika yfir á hana. Höfundur er meðvitaður um þetta og passar sig að forðast orð sem koma upp um kyn „þitt“ eða nafn. Afleiðingin er sú að lesandinn fær ekki mikla samúð með aðalpersónunni. Markmið bókarinnar er auðvitað annað. Hún er söguþráðardrifin – eðli málsins samkvæmt – og persónur skipta þá minna máli. Þó skal taka fram að aukapersónur allar eru vel heppnaðar og þeim að þakka er bókin á köflum stórskemmtileg og fyndin. Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók. Áhugaverð og skemmtileg tilraun sem mun vafalaust slá í gegn hjá ungum lesendum og býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur. Niðurstaða: Öðruvísi bók sem ætti að höfða til bæði til bókaorma og líka þeirra sem hafa meira gaman af borðspilum en bókalestri.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp