Anna María sá strax þjálfarataktana hjá Jenny fyrir 17 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Jenny Boucek með liðsfélögum sínum í Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavíkur vorið 1998. . Vísir/Brynjar Gauti Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti