Boyhood valin best hjá Empire Freyr Bjarnason skrifar 11. desember 2014 15:00 Boyhood er besta mynd ársins 2014 að mati tímaritsins Empire. Breska kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir fimmtíu bestu kvikmyndir ársins 2014. Í efsta sætinu er hin óvenjulega Boyhood sem var tekin upp á ellefu ára tímabili. Myndin fjallar um barn og fjölskyldu þess og hvernig þau þroskast saman á ellefu árum. Empire lýsir myndinni sem litlu kraftaverki og hrósar stjörnu myndarinnar, Ellar Coltrane, í hástert. Á meðal annarra leikara eru Patricia Arquette og Ethan Hawke. Leikstjóri þessarar 165 mínútna myndar er Richard Linklater, sem hefur áður gert myndir á borð við After the Sunset, Before Sunrise, School of Rock og Dazed and Confused. Í öðru sæti á listanum er Nightcrawler með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Hún fjallar um siðblindan glæpafréttamann sem verður aðalstjarnan í sinni eigin frétt. „Svartasti húmor myndarinnar er hversu vel hann [persóna Gyllenhaal] passar inn í fréttaumhverfið eftir að hann plantar sér niður á sjónvarpsstöð í LA,“ segir Empire. Aðrir helstu leikarar eru Rene Russo, Riz Ahmed og Bill Paxton. Leikstjóri er Dan Gilroy og er þetta hans fyrsta mynd.NightcrawlerThe Wolf of Wall Street er í þriðja sætinu í leikstjórn Martins Scorsese. „Leonardo DiCaprio er svo heillandi sem aðalhálfvitinn Jordan Belfort að mörgum fannst boðskapur myndarinnar ekki komast til skila.“ Aðrir leikarar eru m.a. Jonah Hill, Margot Robbie, Matthew McConaughey og Rob Reiner. Fjórða besta myndin er hin lágstemmda Inside Llewyn Davis frá Coen-bræðrum. „Inside Llewyn Davis er fullkominn minnisvarði um andrúmsloftið í Greenwich Village á sjöunda áratugnum.“ Í fimmta sætinu á listanum er svo Guardians of the Galaxy sem er gerð eftir samnefndri myndasögu. „Hún er klók, fyndin og tónlistin í henni er rosaleg.“ Chris Pratt sló í gegn með leik sínum í myndinni en á meðal annarra leikara eru Zoe Saldana, Dave Bautista, Vin Diesel og Bradley Cooper. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Breska kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir fimmtíu bestu kvikmyndir ársins 2014. Í efsta sætinu er hin óvenjulega Boyhood sem var tekin upp á ellefu ára tímabili. Myndin fjallar um barn og fjölskyldu þess og hvernig þau þroskast saman á ellefu árum. Empire lýsir myndinni sem litlu kraftaverki og hrósar stjörnu myndarinnar, Ellar Coltrane, í hástert. Á meðal annarra leikara eru Patricia Arquette og Ethan Hawke. Leikstjóri þessarar 165 mínútna myndar er Richard Linklater, sem hefur áður gert myndir á borð við After the Sunset, Before Sunrise, School of Rock og Dazed and Confused. Í öðru sæti á listanum er Nightcrawler með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Hún fjallar um siðblindan glæpafréttamann sem verður aðalstjarnan í sinni eigin frétt. „Svartasti húmor myndarinnar er hversu vel hann [persóna Gyllenhaal] passar inn í fréttaumhverfið eftir að hann plantar sér niður á sjónvarpsstöð í LA,“ segir Empire. Aðrir helstu leikarar eru Rene Russo, Riz Ahmed og Bill Paxton. Leikstjóri er Dan Gilroy og er þetta hans fyrsta mynd.NightcrawlerThe Wolf of Wall Street er í þriðja sætinu í leikstjórn Martins Scorsese. „Leonardo DiCaprio er svo heillandi sem aðalhálfvitinn Jordan Belfort að mörgum fannst boðskapur myndarinnar ekki komast til skila.“ Aðrir leikarar eru m.a. Jonah Hill, Margot Robbie, Matthew McConaughey og Rob Reiner. Fjórða besta myndin er hin lágstemmda Inside Llewyn Davis frá Coen-bræðrum. „Inside Llewyn Davis er fullkominn minnisvarði um andrúmsloftið í Greenwich Village á sjöunda áratugnum.“ Í fimmta sætinu á listanum er svo Guardians of the Galaxy sem er gerð eftir samnefndri myndasögu. „Hún er klók, fyndin og tónlistin í henni er rosaleg.“ Chris Pratt sló í gegn með leik sínum í myndinni en á meðal annarra leikara eru Zoe Saldana, Dave Bautista, Vin Diesel og Bradley Cooper.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira