Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 08:00 Erlingur flytur frá Vín í Austurríki til Berlínar í Þýskalandi í sumar er hann tekur við Füchse Berlin. vísir/Daníel Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira