Úrslitaleikur fyrir Liverpool á Anfield í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Gerrard og félagar verða að fá þrjá punkta í kvöld. vísir/getty Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Það er allt eða ekkert hjá Liverpool í kvöld er lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst. Liverpool tekur þá á móti svissneska liðinu Basel og verður að vinna til þess að tryggja sér farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Basel er með tveimur stigum meira og dugir því jafntefli til að komast áfram. Það verða því átök á Anfield í kvöld. Liverpool er búið að spila fjóra leiki í röð í keppninni án þess að vinna og leikmenn liðsins verða því að rífa sig upp ef þeir ætla að komast áfram í fyrsta skipti síðan 2008. Basel vann fyrri leik liðanna, 1-0. „Við megum ekki fara á taugum heldur verðum við að vera þolinmóðir. Basel er virkilega gott lið og þeir hafa margsannað það síðustu árin með því að leggja sterk lið að velli,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Við vitum vel hvað við þurfum að gera og hver lykillinn er að því að vinna. Við verðum að vinna og okkar lið er best þegar allt er undir. Það var gott að halda hreinu um helgina og gefur okkur sjálfstraust. Við vörðumst sem lið og verðum að halda því áfram.“ Stjórinn segist hafa búist við því að allt gæti orðið undir í þessum leik sem hefur nú komið á daginn. „Takmarkið var alltaf að komast áfram í keppninni og það hefur ekkert breyst. Það verður gaman að glíma við þetta verkefni. Ég efast ekkert um að við munum fá frábæran stuðning en þessi leikur mun reyna á þolinmæðina.“ Juventus er einnig í erfiðri stöðu í kvöld en liðið þarf stig til að tryggja sig áfram í A-riðli. Tveggja marka sigur á Atletico myndi síðan tryggja liðinu sigur í riðlinum. Áhugaverð rimma í Tórínó. Monaco og Zenit berjast síðan um annan farseðilinn í C-riðli þar sem Leverkusen er þegar komið áfram. Spennan í D-riðli er aftur á móti engin þar sem Dortmund og Arsenal eru komin áfram. Þar er þó verið að berjast um toppsæti riðilsins sem gæti reynst happadrjúgt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira