Justin Bieber er fluttur út af heimili sínu í Beverly Hills, nágrönnum hans til mikillar ánægju.
Þeir hringdu oft í lögregluna og kvörtuðu yfir honum á þeim sex mánuðum sem hann bjó þar, þar á meðal vegna sterkrar lyktar af eiturlyfinu maríjúana.
Hinn tvítugi Bieber var með penthouse-íbúð og íbúðina fyrir neðan á leigu í fjölbýlishúsinu. Vefsíðan TMZ heldur því fram að nágrannar hans séu svo glaðir yfir brotthvarfi popparans að þeir íhugi að halda partí til að fagna tímamótunum.
Justin Bieber fluttur út
