Glöggt er gestsaugað Stjórnarmaðurinn skrifar 3. desember 2014 09:00 Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira