Glöggt er gestsaugað Stjórnarmaðurinn skrifar 3. desember 2014 09:00 Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira