Mannleg mynd um Cobain 27. nóvember 2014 10:30 Rokkarinn lét eftir sig alls kyns verk þegar hann lést fyrir tuttugu árum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein