Frumbirta jólalag sitt í Fréttablaðinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Nýja lagið er bræðingur af lögum Prins Póló og Braga. Vísir/GVA/Valli „Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira