Frumbirta jólalag sitt í Fréttablaðinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Nýja lagið er bræðingur af lögum Prins Póló og Braga. Vísir/GVA/Valli „Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira