Frumbirta jólalag sitt í Fréttablaðinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 12:00 Nýja lagið er bræðingur af lögum Prins Póló og Braga. Vísir/GVA/Valli „Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra. Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta var alltaf gert þegar Elvis var að gefa út á sínum tíma. Þá kom alltaf fyrst nótnahefti til landsins, svo nokkrum mánuðum seinna kom lagið. Megas var að segja okkur frá því – hann fór alltaf og keypti Elvis-lögin, svo var hann hummandi þetta löngu áður en hann heyrði lagið,“ segir Bragi Valdimar Skúlason í Baggalúti en þeir kappar gefa nú út nóturnar að jólalaginu Kalt á toppnum ásamt Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló. „Við ætlum svo að gefa út lagið sjálft á mánudaginn en fyrst ætlum við að setja nótnablaðið á netið og leyfa fólki að sækja það. Fólki er frjálst að spreyta sig á nótunum og láta okkur heyra útkomuna. Það gæti orðið skrautlegt,“ segir Bragi. Svavar segir að lagið sé bræðingur sinn af hvoru laginu eftir Braga og Svavar. „Hann Bragi var svo snöggur að hugsa og var á undan að búa til texta og lag en ég var bara úti að plægja akurinn. Þegar ég var kominn inn frá dráttarvélinni ákvað ég að setja mína putta í þetta, fór og samdi annað lag en þessi lög fóru í svona einvígi.“ Að sögn Svavars var það Kiddi í Hjálmum sem hóaði þeim saman. „Hann læsti okkur inni í klukkutíma með flyglinum. Svo hleypti hann okkur ekki út fyrr en við kæmumst að einhverju samkomulagi. Í rauninni bræddum við saman þessi tvö lög,“ segir Svavar en samkvæmt honum komu Guðmundur Pétursson og Ásgeir Trausti líka að gerð lagsins. „Allir sem áttu leið hjá hljóðverinu létu ljós sitt skína þangað til tölvan sagði nei og hún vildi ekki fleiri rásir,“ segir Svavar en Prins Póló verður sérstakur gestur á jólatónleikum Baggalúts, eða Prins Jóló eins og Baggalútsmenn kjósa að kalla hann. Vilt þú spreyta þig á nýja laginu með Baggalút og Prins Póló? Náðu í nóturnar hér fyrir neðan og skjóttu hlekk á þína útgáfu í athugasemdum hér við fréttina eða sendu Baggalút línu til að leyfa þeim að heyra.
Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira