Íslensk draugatrú bætti upp söguna Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 13:30 Grófust fyrir atburðinn frá öllum hliðum - Hjálmtýr og félagar leituðu uppi ættingja þeirra sem fórust. fréttablaðið/GVA „Þetta var flugslys sem verður í nóvember 1941 í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Flugmenn sem eru að koma úr eftirlitsflugi með kafbátum og herskipum Þjóðverja milli Grænlands og Íslands taka feil á Faxaflóanum og fljúga inn Breiðafjörðinn, síðan fljúga þeir áfram suður og rekast á þennan tind, Svartahnjúk,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, leikstjóri heimildarmyndarinnar Svartahnjúks sem fjallar um þetta myrka atburð í sögu Íslands. „Þeir farast allir, sex manns. Leitarflokkar eru sendir á vettvang með íslenskum bændum sem finna aðeins fjögur lík. Þá komu upp ýmsar draugasögur en það voru iðulega tveir menn á gangi sem sjást þarna innst í Kolgrafafirði. Íslensk þjóðtrú bætir upp söguna.“ Hjálmtýr hefur unnið að myndinni seinustu fjögur árin ásamt handritshöfundinum Karli Smára Hreinssyni. Í myndinni eru tekin viðtöl við eldra fólk á Snæfellsnesi sem lifði þessa atburði ásamt fólki sem ólst upp með leitarmönnunum.John Ewart Speak, flugstjóri vélarinnar sem fórst við Svartahjnúk.„Síðan fórum við til Englands til að hitta breska flugmenn sem voru hér í stríðinu. Þá fundum við ættingja mannanna sem fórust. Við erum dálítið búin að grafast fyrir um þennan atburð frá öllum liðum má segja. Við fórum upp á fjallið á Snæfellsnesi til að skoða flakið og meira að segja draugarnir sjálfir koma fyrir í einni senunni. Við vorum að fjalla um draugana í viðtali á staðnum þar sem líkin voru borin niður af fjallinu, þá kom svakalegur vindur sem henti öllu um koll,“ segir Hjálmtýr og hlær. Aðstandendur myndarinnar halda nú úti söfnun á Karolina Fund því að notast var við meira af gömlum kvikmyndum úr stríðinu en var upprunalega áætlað. „Þess vegna reyndist það dýrara og því settum við af stað þessa söfnun, sem er komin vel á veg.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Þetta var flugslys sem verður í nóvember 1941 í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Flugmenn sem eru að koma úr eftirlitsflugi með kafbátum og herskipum Þjóðverja milli Grænlands og Íslands taka feil á Faxaflóanum og fljúga inn Breiðafjörðinn, síðan fljúga þeir áfram suður og rekast á þennan tind, Svartahnjúk,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, leikstjóri heimildarmyndarinnar Svartahnjúks sem fjallar um þetta myrka atburð í sögu Íslands. „Þeir farast allir, sex manns. Leitarflokkar eru sendir á vettvang með íslenskum bændum sem finna aðeins fjögur lík. Þá komu upp ýmsar draugasögur en það voru iðulega tveir menn á gangi sem sjást þarna innst í Kolgrafafirði. Íslensk þjóðtrú bætir upp söguna.“ Hjálmtýr hefur unnið að myndinni seinustu fjögur árin ásamt handritshöfundinum Karli Smára Hreinssyni. Í myndinni eru tekin viðtöl við eldra fólk á Snæfellsnesi sem lifði þessa atburði ásamt fólki sem ólst upp með leitarmönnunum.John Ewart Speak, flugstjóri vélarinnar sem fórst við Svartahjnúk.„Síðan fórum við til Englands til að hitta breska flugmenn sem voru hér í stríðinu. Þá fundum við ættingja mannanna sem fórust. Við erum dálítið búin að grafast fyrir um þennan atburð frá öllum liðum má segja. Við fórum upp á fjallið á Snæfellsnesi til að skoða flakið og meira að segja draugarnir sjálfir koma fyrir í einni senunni. Við vorum að fjalla um draugana í viðtali á staðnum þar sem líkin voru borin niður af fjallinu, þá kom svakalegur vindur sem henti öllu um koll,“ segir Hjálmtýr og hlær. Aðstandendur myndarinnar halda nú úti söfnun á Karolina Fund því að notast var við meira af gömlum kvikmyndum úr stríðinu en var upprunalega áætlað. „Þess vegna reyndist það dýrara og því settum við af stað þessa söfnun, sem er komin vel á veg.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira