Sveppi á núlli þrátt fyrir vinsældir Freyr Bjarnason skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Nýja Sveppamyndin hefur farið mjög vel af stað í kvikmyndahúsum landsins. „Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við komum mögulega út á núlli,“ segir Bragi Þór Hinriksson leikstjóri ævintýramyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Myndin hefur verið á meðal þeirra vinsælustu á landinu síðan hún var frumsýnd í lok október og hafa 28 þúsund manns séð hana, sem er meira en á aðrar Sveppamyndir eftir svipaðan tíma. Allt stefnir því í að hún muni fari fram úr Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu frá árinu 2010 sem er vinsælasta Sveppamyndin til þessa með rúmlega 37 þúsund áhorfendur. Þrátt fyrir þennan góða árangur er ekkert víst að nýja myndin skili nokkrum hagnaði, að sögn Braga Þórs. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á sjötíu milljónir króna. „Við fengum svo lágan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og að ég held lægsta styrkinn á árinu,“ segir hann. Styrkurinn nam fimmtán milljónum króna en Bragi Þór segir að flestar myndir fái á bilinu þrjátíu til sextíu milljónir króna í styrk. „Við höfum aldrei fengið alvöru styrk. Við fengum tólf milljónir fyrir fyrstu myndina, fimmtán fyrir aðra og þrjátíu fyrir mynd númer þrjú en hún var langdýrust af þeim,“ segir hann og á við Algjöran Sveppa og töfraskápinn sem kostaði 129 milljónir króna. „Plönin okkar eru þannig að við borgum öllum öðrum fyrst og svo fáum við laun sjálfir í lokin, ef það gengur vel.“ Hingað til hefur aðsóknin einmitt verið nógu mikil til þess. Miðaverð á Algjöran Sveppa og Gói bjargar málunum er á bilinu 950 til 1.500 krónur. Spurður hversu marga áhorfendur þurfi til að Bragi Þór og Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, fái sjálfir laun sem framleiðendur segir hann að í kringum átján þúsund bíógesti þurfi til þess. „Ef við værum að fá undir tíu þúsund manna aðsókn fengjum við engin laun.“ Við framleiðslu myndarinnar hjálpaði til að Bragi Þór og Sveppi fengu miðatekjurnar borgaðar út fyrir fram hjá Sambíóunum. Sá peningur fór allur í framleiðsluna. „Dreifingaraðilinn tekur oft þátt í framleiðslunni á þennan hátt en það er allur gangur á því. Það er yfir höfuð bara erfitt að fjármagna myndir á Íslandi.“ Hvað framhaldið varðar segir Bragi Þór að ekkert hafi verið ákveðið með fleiri Sveppamyndir. „En við stefnum að því að gera bíómyndir í framtíðinni. Það eru margar hugmyndir í farvatninu.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein