Utan vallar: Ævintýrið okkar heldur áfram í ævintýralandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:00 Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira