ÁTVR og SÁÁ Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2014 07:00 Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í mig hringdi gallharður markaðssinni – alvöru kunnáttumaður í markaðsfræðum og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Hann sagðist afar ósáttur við málflutning þeirra samflokksmanna sinna sem stæðu að frumvarpi um að leggja niður ÁTVR og flytja söluna inn í matvörubúðir. Þetta taldi hann óheillaspor því áfengi væri ekki eins og hver önnur söluvara sem mætti „selja sig sjálf“. Þannig orðaði hann það. „Menn verða að skilja,“ sagði hann, „að eftir að stóru matvörukeðjurnar komu til sögunnar og ruddu smákaupmanninum úr vegi, þá færðist samkeppnin yfir í nýja ferla.“ Í sambandi við áfengið yrði að horfa til þess að stórmarkaðir væru skipulagðir með það í huga að „varan seldi sig sjálf“. Þess vegna væri höfuðkapp lagt á að raða vörum upp þannig að þær yrðu sem söluvænlegastar. Hvernig aðgengi viðskiptavinarins væri háttað væri þess vegna lykilatriði. Þarna þótti mér markaðsmaðurinn, vinur minn, hitta naglann á höfuðið í þeirri umræðu sem fer nú fram um umrætt frumvarp. En talandi um að hlutirnir gangi vélrænt fyrir sig, þá á það einnig við á öðrum enda. Þótt tekist hafi að hemja unglingadrykkju á síðustu árum með markvissu átaki, sem aðstandendur átaksins segja að hafi heppnast, ekki síst vegna þess að það var í skjóli verndandi sölufyrirkomulags, þá fjölgar engu að síður í biðstofum heilbrigðisstofnana sem sinna áfengismeðferð, samfara aukinni almennri neyslu áfengis. Þarna virðist nánast vera vélrænt samband á milli. Það á hins vegar ekki við um fjárveitingarnar. Þær drógust jafnt og þétt saman, reyndar eins og annars staðar í samfélagsþjónustunni, þar með talið heilbrigðisþjónustunni, í kjölfar hruns. En þegar síðan hefur komið viðbótarfjármagn í ýmsa geira heilbrigðisþjónustunnar, hefur SÁÁ, stærsta heilbrigðisstofnunin á þessu sviði, setið óbætt hjá garði að öðru leyti en því að fjármagn var sett til stuðnings eldra fólki sem ánetjast hefur áfengi. En þörfin fyrir hjálp er meiri en fjármagnið dugir til að veita. Í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðstoð gegn áfengisfíkn er nú spurt hvort fjárveitingarvaldið muni svara þeim veruleika sem blasir við í þessum efnum. Læt ég þá liggja á milli hluta umrætt frumvarp um ÁTVR, og þær illu afleiðingar sem það hefði í för með sér ef það næði fram að ganga. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga sem beint og óbeint eiga um sárt að binda af völdum ofneyslu áfengis munu án efa fylgjast með afgreiðslu fjárlaga.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun