Meðferð eða ekki? Sara McMahon skrifar 28. október 2014 12:00 Fyrir nokkru datt ég inn á vefþáttinn This American Life. Í þessum tiltekna þætti var verið að fjalla um mjög viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Viðmælandi þáttarins var átján ára piltur sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn hafði enn ekki brotið af sér, en honum var þó fyllilega ljóst að hann var ekki eins og fólk er flest. Í þættinum lýsir hann meðal annars því þegar hann leitaði til sálfræðings í fyrsta sinn í von um að fá faglega aðstoð við að takast á við veikindi sín. Viðbrögð sálfræðingsins voru hins vegar þau að vísa piltinum á dyr, enda hafði hún engin úrræði honum til handa. Við lestur Fréttablaðsins í gær rifjaðist þátturinn og efni hans upp fyrir mér. Þar kom fram að í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn, þrátt fyrir að slíkar meðferðir minnki líkurnar á að dæmdir barnaníðingar brjóti aftur af sér um helming! Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og hugmyndasmiður úrræðisins, segir töluverðan mun á þeim sem hljóta meðferð og þeim sem ekki hafa nýtt sér úrræðið, því sé miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að halda áfram með þá vinnu sem búið er að leggja grunn að. Rannsókn Önnu Kristínar er ekki aðeins mikilvæg forvarnarvinna – hún gæti einnig reynst vísindaheiminum mikilvæg. Tilhugsunin um barnaníð vekur mikla og réttláta reiði í brjósti fólks og því hafa vísindamenn lítið viljað rannsaka hana. Ungimaðurinn sem stjórnendur This American Life ræddi við ákvað að láta ekki kyrrt liggja og kom á laggirnar sjálfshjálparhóp fyrir unga pedófíla. Í dag eru í hópnum níu einstaklingar, átta karlar og ein kona, á aldrinum 16 til 22 ára. Þau vonast eftir því að ná bata – það eina sem vantar upp á, segja þau, er fagleg aðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Fyrir nokkru datt ég inn á vefþáttinn This American Life. Í þessum tiltekna þætti var verið að fjalla um mjög viðkvæmt og erfitt mál: barnagirnd. Viðmælandi þáttarins var átján ára piltur sem haldinn var barnagirnd. Pilturinn hafði enn ekki brotið af sér, en honum var þó fyllilega ljóst að hann var ekki eins og fólk er flest. Í þættinum lýsir hann meðal annars því þegar hann leitaði til sálfræðings í fyrsta sinn í von um að fá faglega aðstoð við að takast á við veikindi sín. Viðbrögð sálfræðingsins voru hins vegar þau að vísa piltinum á dyr, enda hafði hún engin úrræði honum til handa. Við lestur Fréttablaðsins í gær rifjaðist þátturinn og efni hans upp fyrir mér. Þar kom fram að í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn, þrátt fyrir að slíkar meðferðir minnki líkurnar á að dæmdir barnaníðingar brjóti aftur af sér um helming! Anna Kristín Newton, réttarsálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og hugmyndasmiður úrræðisins, segir töluverðan mun á þeim sem hljóta meðferð og þeim sem ekki hafa nýtt sér úrræðið, því sé miður að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni til að halda áfram með þá vinnu sem búið er að leggja grunn að. Rannsókn Önnu Kristínar er ekki aðeins mikilvæg forvarnarvinna – hún gæti einnig reynst vísindaheiminum mikilvæg. Tilhugsunin um barnaníð vekur mikla og réttláta reiði í brjósti fólks og því hafa vísindamenn lítið viljað rannsaka hana. Ungimaðurinn sem stjórnendur This American Life ræddi við ákvað að láta ekki kyrrt liggja og kom á laggirnar sjálfshjálparhóp fyrir unga pedófíla. Í dag eru í hópnum níu einstaklingar, átta karlar og ein kona, á aldrinum 16 til 22 ára. Þau vonast eftir því að ná bata – það eina sem vantar upp á, segja þau, er fagleg aðstoð.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun