Gullhnappur notaður í Talent Freyr Bjarnason skrifar 27. október 2014 09:45 Upptökurnar á Ísland Got Talent eru afar viðamiklar og hefur undirbúningur staðið yfir síðan snemma í sumar. Fréttablaðið/Stefán Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson. Ísland Got Talent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira
Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson.
Ísland Got Talent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Sjá meira