Gullhnappur notaður í Talent Freyr Bjarnason skrifar 27. október 2014 09:45 Upptökurnar á Ísland Got Talent eru afar viðamiklar og hefur undirbúningur staðið yfir síðan snemma í sumar. Fréttablaðið/Stefán Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson. Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Gullhnappurinn Í fyrsta sinn verður gullhnappur notaður í Ísland Got Talent. Fréttablaðið/Stefán Tveir fyrstu þættirnir í annarri þáttaröð Ísland Got Talent voru teknir upp um helgina. Upptökurnar eru viðamiklar og hafa þær verið í undirbúningi síðan snemma í sumar. „Það er mikill spenningur í mannskapnum og við erum spennt að fara í gang á ný með þetta skemmtilega verkefni,“ segir framleiðslustjóri 365 miðla, Gísli Berg. „Þetta er ein af viðamestu upptökunum sem farið hefur verið í. Við erum með nítján tökuvélar og höfum sett upp stærsta myndver sem sett hefur verið upp á Íslandi. Þetta er tæplega 4.000 fermetra rými í Korputorgi sem við erum að nota,“ segir hann. Í fyrsta sinn verður notaður gullhnappur í þáttunum sem dómararnir fá á borðið sitt. Sá hnappur gefur þeim möguleika á að senda atriðið beint í undanúrslitin, sem verða í beinni útsendingu. Hver dómari getur veðjað á eitt atriði ef hann telur að það eigi skilið að komast áfram. Skiptir þá engu máli þótt aðrir dómarar hafi verið búnir að hafna því. „Þetta kom nýtt inn í Britain Got Talent núna síðast og við tókum það með í okkar konsept. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá þeim úti. Þetta er nýr og skemmtilegur liður í þættinum,“ segir Gísli Berg. Fyrstu þættirnir í Ísland Got Talent gerast að hálfu leytinu baksviðs. „Þar nýtum við rýmið vel sem við höfum á Korputorgi.“ Alls verða um 160 mismunandi atriði í þáttunum, sem er álíka mikið og í síðustu þáttaröð. „Við erum búin að leita að fólki víða, meira að segja erlendis, og bjóða því að taka þátt. Þetta verður mjög skemmtileg og fjölbreytt sýning sem við erum að setja saman,“ segir hann og bætir við að síðasta þáttaröð hafi slegið áhorfsmet á meðal áskrifenda Stöðvar 2. „Miðað við velgengnina í fyrra vildum við leggja meira í þetta og gera þetta enn flottara.“ Þættirnir hefja göngu sína í lok janúar og dómarar verða Selma Björnsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens og Jón Jónsson.
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira