Er að vakna skaðabótaskylda? Ögmundur Jónasson skrifar 27. október 2014 07:00 Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun