Er að vakna skaðabótaskylda? Ögmundur Jónasson skrifar 27. október 2014 07:00 Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni. Telur hann jafnframt að þrátt fyrir sérlög um rekstur spilakassa hvíli þeir á ótraustum lagalegum grunni og auk þess standist reksturinn ekki bókstaf laganna, sem kveði á um að ábatinn af rekstrinum renni einvörðungu til sérleyfishafa. Staðreyndin sé sú að eigendur húsnæðis undir spilavélarnar hafi af þeim ábata á forsendum sem standist ekki lög. Það sem er athyglisvert við þessa kæru er að hér er fetað inn á braut sem kunn er erlendis og færist í vöxt að hún sé farin. Í kærunni sem ég hef undir höndum segir að spilakassa- og happdrættisvélaiðnaðurinn „sé í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur voru til skamms tíma. Dómar tóku að falla sjúklingum í hag en tóbaksframleiðendum í óhag sem kunnugt er. Hið sama á án vafa, í mínum huga, eftir að gerast varðandi fjárhættuspilin.“ Þetta er óneitanlega umhugsunarverð nálgun. Bandaríski tóbaksiðnaðurinn hefur á 25 árum verið dæmdur til að greiða 206 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur beint og óbeint vegna afleiðinga reykinga. Margt bendir til þess að lögfræðingar séu að vakna til vitundar um að spilafíklar kunni að hafa rétt að sækja í hendur rekenda spilavítisvéla og hugsanlega einnig löggjafans á sömu forsendum og tilvitnuð kæra frá í sumar byggir á. Í Evrópu hafa fallið dómar spilafíklum í hag og virðast þeir þyngjast. Spurning er hvort ákæruvaldið á Íslandi eigi eftir að verða móttækilegra fyrir þessari réttarfarsþróun, en þess skal getið að saksóknari hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu og síðan ríkissaksóknari vísuðu framangreindri kæru frá með þeim rökum að rekstur spilakassa væri heimill samkvæmt sérlögum. Þetta hefur reyndar verið véfengt í almennri umræðu, meðal annars af hálfu löglærðra manna, en nú virðist að auki komin ný vídd til sögunnar, það er að segja ábyrgð þeirra sem reka spilavítisvélar og einnig hinna sem lögleiða rekstur tækja sem byggja á því að nýta sér veikleika fólks í ábataskyni.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun