Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson hefur verið duglegur að skora í hollensku deildinni í síðustu leikjum. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í Ajax fá í kvöld eins erfitt verkefni og þau gerast í boltanum þegar hollenska liðið heimsækir stórlið Barcelona á Nývang í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeildin fer aftur á stað eftir landsleikjahlé og eftir leiki kvöldsins verður riðlakeppnin hálfnuð hjá liðum í riðlum E, F, G og H. Ajax hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum (1-1 á móti PSG og 1-1 á móti APOEL) en Börsungar töpuðu á móti Paris Saint-Germain í síðasta leik og eiga því á hættu að missa Ajax upp fyrir sig, vinni hollenska liðið í kvöld. Kolbeinn hefur verið í byrjunarliðinu í báðum Meistaradeildarleikjum Ajax á leiktíðinni og er búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum liðsins. Hann er því líklegur kostur í byrjunarliðið hjá Frank de Boer í kvöld. Kolbeinn hefur enn ekki náð að skora í Meistaradeildinni (9 leikir og 697 mínútur) en besta tækifærið til þess fékk hann á Nývangi í fyrra þegar hann lét Victor Valdes verja frá sér víti í 4-0 sigri Barcelona á Ajax. Kolbeinn nær vonandi að brjóta ísinn í kvöld. Leikur Barcelona og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.45 alveg eins og leikur CSKA Moskva og Man. City klukkan 16.00. Leikur Roma og Bayern München verður sýndur á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18.45 en á sama tíma á Stöð 2 Sport 3 verður sýndur leikur Chelsea og Maribor. Upphitun Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.00 og eftir leiki kvöldsins verða Meistaramörkin klukkan 20.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í Ajax fá í kvöld eins erfitt verkefni og þau gerast í boltanum þegar hollenska liðið heimsækir stórlið Barcelona á Nývang í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Meistaradeildin fer aftur á stað eftir landsleikjahlé og eftir leiki kvöldsins verður riðlakeppnin hálfnuð hjá liðum í riðlum E, F, G og H. Ajax hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum (1-1 á móti PSG og 1-1 á móti APOEL) en Börsungar töpuðu á móti Paris Saint-Germain í síðasta leik og eiga því á hættu að missa Ajax upp fyrir sig, vinni hollenska liðið í kvöld. Kolbeinn hefur verið í byrjunarliðinu í báðum Meistaradeildarleikjum Ajax á leiktíðinni og er búinn að skora fjögur mörk í síðustu þremur deildarleikjum liðsins. Hann er því líklegur kostur í byrjunarliðið hjá Frank de Boer í kvöld. Kolbeinn hefur enn ekki náð að skora í Meistaradeildinni (9 leikir og 697 mínútur) en besta tækifærið til þess fékk hann á Nývangi í fyrra þegar hann lét Victor Valdes verja frá sér víti í 4-0 sigri Barcelona á Ajax. Kolbeinn nær vonandi að brjóta ísinn í kvöld. Leikur Barcelona og Ajax verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.45 alveg eins og leikur CSKA Moskva og Man. City klukkan 16.00. Leikur Roma og Bayern München verður sýndur á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18.45 en á sama tíma á Stöð 2 Sport 3 verður sýndur leikur Chelsea og Maribor. Upphitun Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18.00 og eftir leiki kvöldsins verða Meistaramörkin klukkan 20.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira