Dreymir um fimleikahús í Breiðholtið 14. október 2014 17:30 Sigríður Ósk og aðstoðarþjálfarinn Katrín Róbertsdóttir með hressum fimleikakrökkum í ÍR. Mynd/Stefán Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“ Fimleikar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“
Fimleikar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira