Rostungshrollvekja Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 13:00 Verðandi rostungur - Justin Long leikur aðalfórnarlambið. Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira