Öskurklefinn getur bjargað mannslífum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2014 13:00 Valdimar Jónsson og Erna Ómarsdóttir eru ásamt fleirum í listahópnum Shalala. „Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis. RIFF Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
„Þetta er verk í vinnslu. Hugmyndin er að gera ljóðræna heimildarmynd þar sem tilraunir verða gerðar og unnið er með formið. Verkið ætti að verða tilbúið í janúar, en við stefnum að því að sýna hana á hátíðinni í Pompidou í Frakklandi í janúar,“ segir Erna Ómarsdóttir dansari, danshöfundur og listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Hún, Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður og fleiri skipa listahópinn Shalala. Þau munu sýna brot úr ljóðrænni heimildarmynd sinni á RIFF, en myndin hefur verið í vinnslu upp á síðkastið og tengist efni sem hefur verið í brennidepli hjá Shalala. „Við erum búin að vera að vinna mikið með hugmyndir um „borderline musicals“ eða jaðarsöngleiki. Áhorfandinn mun á föstudaginn fá að kynnast því aðeins hvað jaðarsöngleikur er, ásamt alls kyns innsetningum, uppfinningum og elementum úr smiðjum Shalala,“ segir Erna. „Okkur langaði að prófa okkur áfram með formið, vinna bæði með tvívídd og þrívídd og blanda því svolítið saman. Shalala starfar oftast sem sviðslistahópur en hefur þó komið víða við, og með þessu verkefni er hugmyndin að leggja enn meiri áherslu á myndbandsverk,“ segir Erna. Eins og áður sagði verða sýnd ólík brot úr verkinu, sem tengjast þó öll innbyrðis. Sýningin mun hefjast á sjálfstæðu myndbandsverki sem þau Erna og Valdimar gerðu í samvinnu við myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur og ber nafnið Bloody Crepuscular Monstrous Rays. Verk Ernu og Valdimars, The Black Yoga Screaming Chamber eða öskurklefinn, kemur við sögu í heimildarmyndinni sem sýnd verður á RIFF. Nýlega afhenti Erna Alþingi einn slíkan klefa og hefur hann verið tekinn í varanlega notkun á skrifstofu Bjartrar framtíðar, en þar geta allir alþingismenn komið og nýtt sér klefann og öskrað. Nú þegar hafa nokkrir alþingismenn öskrað í klefanum og munu öskur þeirra birtast í myndinni, ásamt því að þeir ræða upplifun sína af honum. Erna segir öskurklefann vera betrumbætandi fyrir mannsandann og að hann geti mögulega bjargað lífi fólks. „Við finnum stundum stað þar sem okkur finnst mikil þörf fyrir svona klefa og gefum þá eitt stykki. Mín von er að þetta geti til dæmis breytt pólitíska andrúmsloftinu og fólk geti átt öðru vísi samskipti,“ segir Erna. „Það er til dæmis gott að nota hann fyrir eða eftir fund og fá útrás þar einn í myrkrinu. Við það að öskra svona þá skýrast stundum hugsanir manns og menn geta oft fundið lausnir á hlutum sem virtust óleysanlegir áður. Eins og oft þá byrjaði þessi hugmynd í gríni, en öllu gríni fylgir nokkur alvara og oftast býr eitthvað dýpra þar að baki.“ Verkið verður sýnt föstudaginn 3. október í Norræna húsinu og er aðgangur ókeypis.
RIFF Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira