Telur TR hafa snuðað hundruð öryrkja með ólögmætum kröfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2014 07:00 Verið er að fara yfir álit umboðsmanns Alþingis hjá Tryggingastofnun. Fréttablaðið/Rósa „Tryggingastofnun er búin að vera að praktísera lögin með röngum hætti og hefur snuðað örugglega hundruð öryrkja um bætur,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands, um niðurstöður í nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.Drógu í efa að þroskaskerðing væri meðfædd „Kröfunni var hafnað þar sem læknisfræðileg gögn málsins voru ekki talin bera ótvírætt með sér að hún hefði uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku áður en greining sérfræðings fór fram,“ segir í áliti umboðsmanns sem er ósammála túlkun Tryggingastofnunar og síðar úrskurðarnefndarinnar. Segir umboðsmaður að „ekki yrði séð að læknisfræðileg gögn málsins hefðu borið með sér að ástand A [konunnar] hefði breyst gegnum tíðina heldur bentu þau þvert á móti til þess að ástand hennar hefði verið meðfætt.“ Og hafi verið álitið að ekki hafi verið sýnt fram á ástand konunnar með nægilega skýrum hætti hefði átt að gefa henni kost á að leggja fram frekari gögn.Uppfylli lagaskyldu og taki eldri mál upp „Öryrkjabandalagið er búið að benda á þetta í mörg ár en Tryggingastofnun hefur þráast við og barið hausnum við steininn. Núna fá þeir loksins álit frá umboðsmanni og þá ætla ég rétt að vona að þeir uppfylli þá skýru lagaskyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll,“ segir Daníel Isebarn. Að sögn Daníels er það sérstakt fagnaðarefni fyrir Öryrkjabandalagið að í áliti umboðsmanns sé fjallað um almenna verklagsreglu hjá Tryggingastofnun. Tekið sé á tveimur meginatriðum varðandi heimildina til að ákvarða bótarétt aftur í tímann. Fyrra atriðið sé óhemju harðar kröfur um að sýnt sé fram á ótvíræðan bótarétt. Fyrir það fái þeir skammir hjá umboðsmanni. Seinna atriðið sé ekki síður mikilvægt.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Heimatilbúin regla án lagastoðar „Við þá sem ná þó að sýna fram á að þeir ættu að eiga bótarétt aftur í tímann er sagt að Tryggingastofnun telji ekki vera sérstakar aðstæður í þeirra máli, algerlega án frekari rökstuðnings og án stoðar í lögum,“ segir Daníel. Í svari Tryggingastofnunar til áðurnefndrar konu segir einmitt: „Tryggingastofnun hefur farið yfir mál þitt og telur að ekki verður séð að í þessu tilfelli sé um að ræða sérstakar aðstæður sem réttlæti greiðslu aftur í tímann.“ Umboðsmaður Alþingis segir að bætur skuli reiknaðar frá þeim degi sem umsækjandi uppfylli skilyrði til bótanna en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Krafa Tryggingastofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum.Framkvæmdin á skjön við lögin Daníel segir lagaregluna um bætur aftur í tímann ekki hafa verið framkvæmda í samræmi við orðanna hljóðan. „Hugsunin er sú að ef fólk kemur í örorkumat séu allar líkur á að það sé búið að uppfylla skilyrðin í einhvern tíma áður en það fer í mat. Þess vegna er gert ráð fyrir að hægt sé ákvarða bætur aftur í tímann,“ segir lögmaður Öryrkjabandalagsins. Ekki fengust svör frá Tryggingastofnun í gær. Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Tryggingastofnun er búin að vera að praktísera lögin með röngum hætti og hefur snuðað örugglega hundruð öryrkja um bætur,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands, um niðurstöður í nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.Drógu í efa að þroskaskerðing væri meðfædd „Kröfunni var hafnað þar sem læknisfræðileg gögn málsins voru ekki talin bera ótvírætt með sér að hún hefði uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku áður en greining sérfræðings fór fram,“ segir í áliti umboðsmanns sem er ósammála túlkun Tryggingastofnunar og síðar úrskurðarnefndarinnar. Segir umboðsmaður að „ekki yrði séð að læknisfræðileg gögn málsins hefðu borið með sér að ástand A [konunnar] hefði breyst gegnum tíðina heldur bentu þau þvert á móti til þess að ástand hennar hefði verið meðfætt.“ Og hafi verið álitið að ekki hafi verið sýnt fram á ástand konunnar með nægilega skýrum hætti hefði átt að gefa henni kost á að leggja fram frekari gögn.Uppfylli lagaskyldu og taki eldri mál upp „Öryrkjabandalagið er búið að benda á þetta í mörg ár en Tryggingastofnun hefur þráast við og barið hausnum við steininn. Núna fá þeir loksins álit frá umboðsmanni og þá ætla ég rétt að vona að þeir uppfylli þá skýru lagaskyldu sína að kafa ofan í öll mál sem hefur verið hafnað á þessu forsendum og endurupptaka þau öll,“ segir Daníel Isebarn. Að sögn Daníels er það sérstakt fagnaðarefni fyrir Öryrkjabandalagið að í áliti umboðsmanns sé fjallað um almenna verklagsreglu hjá Tryggingastofnun. Tekið sé á tveimur meginatriðum varðandi heimildina til að ákvarða bótarétt aftur í tímann. Fyrra atriðið sé óhemju harðar kröfur um að sýnt sé fram á ótvíræðan bótarétt. Fyrir það fái þeir skammir hjá umboðsmanni. Seinna atriðið sé ekki síður mikilvægt.Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands.Heimatilbúin regla án lagastoðar „Við þá sem ná þó að sýna fram á að þeir ættu að eiga bótarétt aftur í tímann er sagt að Tryggingastofnun telji ekki vera sérstakar aðstæður í þeirra máli, algerlega án frekari rökstuðnings og án stoðar í lögum,“ segir Daníel. Í svari Tryggingastofnunar til áðurnefndrar konu segir einmitt: „Tryggingastofnun hefur farið yfir mál þitt og telur að ekki verður séð að í þessu tilfelli sé um að ræða sérstakar aðstæður sem réttlæti greiðslu aftur í tímann.“ Umboðsmaður Alþingis segir að bætur skuli reiknaðar frá þeim degi sem umsækjandi uppfylli skilyrði til bótanna en þó ekki lengra en tvö ár aftur í tímann. Krafa Tryggingastofnunar um „sérstakar aðstæður“ eigi sér ekki stoð í lögunum.Framkvæmdin á skjön við lögin Daníel segir lagaregluna um bætur aftur í tímann ekki hafa verið framkvæmda í samræmi við orðanna hljóðan. „Hugsunin er sú að ef fólk kemur í örorkumat séu allar líkur á að það sé búið að uppfylla skilyrðin í einhvern tíma áður en það fer í mat. Þess vegna er gert ráð fyrir að hægt sé ákvarða bætur aftur í tímann,“ segir lögmaður Öryrkjabandalagsins. Ekki fengust svör frá Tryggingastofnun í gær.
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira